Verslanir í Korputorgi

Planið bílasala

Bílasalan Planið var stofnuð árið 1988 og hefur verið starfrækt á undanförnum árum að Korputogi. Núverandi staðsetning veitir Planinu þá sérstöðu að geta boðið viðskiptavinum upp á að skoða ferða- og farartæki úti og inni í stærsta sýningarsal landsins með notuð faratæki.

Þú ert velkominn með þitt ferðatæki í umboðssölu til okkar, kynntu þér málið.

Líttu við í kaffi og fáðu ráðleggingar hjá sölumönnum okkar við val á ferðavögnum eða farartæki. Hjá okkur er mikið úrval af upptjölduðum fellihýsum og tjaldvögnum.

Yfir tímabilið september til apríl bjóðum við upp á geymslu gegn gjaldi. Leitið til sölumanna vegna þeirrar þjónustu.