Verslanir í Korputorgi

Rúmfatalagerinn

Rúmfatalagerinn er einhver kunnasta heimilisvöruverslun landsins og hreinlega vandfundinn sá Íslendingur sem ekki hefur einhverntíma átt þangað erindi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í um aldarfjórðung en tilkoma þess markaði farsælt upphaf að útbreiðslu lágvöruverðsverslana hér á landi. Í dag eru höfuðstöðvar Rúmfatalagersins staðsettar í verslunarmiðstöð Korputorgs við Blikastaðaveg. Starfsemin fer einnig fram í fjórum öðrum útibúum; í Skeifunni, á Smáratorgi, á Selfossi og á Glerártorgi á Akureyri. Hjá fyrirtækinu eru um 180 fastráðnir starfsmenn auk ótölulegs fjölda sem gengur í hlutastörf.

Framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins er Magnús Kjartan Sigurðarson.

Facebook-síða Rúmfatalagersins Korputorgi