Verslanir í Korputorgi

The Pier

Að ganga í gegnum the Pier er ævintýri líkast og minnir helst á að vera á ferðalagi í gegnum hin ýmsu lönd heimsins. Litir, ilmir og tónar skapa þessa góðu stemningu sem flæðir um verslanirnar. Á meðal þeirra vöruflokka sem þú finnur á þessu ferðalagi eru húsgögn, borðbúnaður, kerti og ilmir, snyrtivörur, sumarvörur fyrir heimilið og garðinn, púðar, gardínur, bastvörur- og húsgögn, handunnar gjafavörur og margt fleira. Það sem the Pier gerir best er að færa heiminn nær þér.